Verðbólga eykst

Hækkun á eldsneytisverði hefur haft talsverð áhrif á vísitölu neysluverðs.
Hækkun á eldsneytisverði hefur haft talsverð áhrif á vísitölu neysluverðs.

Vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í mars  hækkaði um 0,95% frá fyrra mánuði. Vísi­tal­an án hús­næðis hækkaði um 1,05%. Síðastliðna tólf mánuði hafa vísi­tala neyslu­verðs og vísi­tal­an án hús­næðis hækkað um 2,3% en ár­sverðbólg­an í fe­brú­ar var 1,9 sam­kvæmt mæl­ing­um Hag­stofu.

Hækk­un vísi­töl­unn­ar nú var al­mennt í sam­ræmi við spár grein­ing­ar­deilda fjár­mála­fyr­ir­tækja. 

Hag­stof­an seg­ir, að verð á bens­íni og ol­í­um hækkaði um 6,9% (vísi­tölu­áhrif 0,41%) og verð á föt­um og skóm um 3,7% (0,23%). Kostnaður vegna eig­in hús­næðis jókst um 0,8% (0,10%), aðallega vegna hærra markaðsverðs.

Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 2,3%. Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 1,2% sem jafn­gild­ir 5% verðbólgu á ári (5,1% verðbólgu fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK