Verðbólga eykst

Hækkun á eldsneytisverði hefur haft talsverð áhrif á vísitölu neysluverðs.
Hækkun á eldsneytisverði hefur haft talsverð áhrif á vísitölu neysluverðs.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í mars  hækkaði um 0,95% frá fyrra mánuði. Vísitalan án húsnæðis hækkaði um 1,05%. Síðastliðna tólf mánuði hafa vísitala neysluverðs og vísitalan án húsnæðis hækkað um 2,3% en ársverðbólgan í febrúar var 1,9 samkvæmt mælingum Hagstofu.

Hækkun vísitölunnar nú var almennt í samræmi við spár greiningardeilda fjármálafyrirtækja. 

Hagstofan segir, að verð á bensíni og olíum hækkaði um 6,9% (vísitöluáhrif 0,41%) og verð á fötum og skóm um 3,7% (0,23%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 0,8% (0,10%), aðallega vegna hærra markaðsverðs.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,3%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,2% sem jafngildir 5% verðbólgu á ári (5,1% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK