Fær starfsleyfi í Bandaríkjunum

Þetta kom fram í máli Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á aðalfundi bankans í gær.

Birna sagði að við stofnun Íslandsbanka hafi verið ákveðið að halda í þá þekkingu sem byggst hafði upp á sviði jarðhita og sjávarútvegs. Framtíðarstarfsemi Glacier Securities hafi verið skipulagt og farið hafi verið í gegnum strangt umsóknarferli hjá þarlendum fjármálayfirvöldum síðustu mánuði.

Friðrik Sophusson, stjórnarformaður bankans, sagði á fundinum að ákvörðun stjórnvalda að afnema ekki gjaldeyrishöft fyrr en 2015 hafi valdið vonbrigðum en séu skiljanleg þar sem mikilvægt sé að stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Til að flýta fyrir afnámi þeirra og koma í veg fyrir fjármagnsflótta frá Íslandi þurfi fjárfestum, innlendum sem erlendum, að standa til boða góðir fjárfestingaakostir hér á landi. Eitt mikilvægasta verkefnið sé því að blása lífi í hlutabréfamarkaðinn á ný.

Raymond Quinlan lét af störfum sem stjórnarmaður í Íslandsbanka þar sem hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá fjármálafyrirtækinu CIT Group í Bandaríkjunum. Hann mun þó áfram sitja í stjórn Glacier Securities. Ný stjórn verður kjörin á framhaldsaðalfundi sem haldinn verður 4. maí næstkomandi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka