Páll Harðarson, forstjóri kauphallarinnar Nasdaq OMX, telur fyrirhugaða aðferðafræði við afnám gjaldeyrishaftanna ranga. Í þá áætlun sem Seðlabankinn hefur kynnt vanti fastar tímasetningar og sú óvissa sem það orsaki muni reynast skaðleg.
Gjaldeyrishöftin voru rædd á morgunfundi Arion banka í gær. Stjórnvöld greindu sem kunnugt er frá því fyrir helgi að sóst yrði eftir framlengingu gjaldeyrishafta til ársins 2015.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Björgólfur Jóhannesson, forstjóri Icelandair, þá sem fara með stjórn peninga- og efnahagsmála hafa afskrifað gjaldmiðilinn og bjóði þess í stað upp á gjaldeyrishöft næstu árin.