2900 milljarða tap

Rekstur Anglo Irish hefur reynst Írum þungur í skauti.
Rekstur Anglo Irish hefur reynst Írum þungur í skauti. Reuters

Tap á rekstri írska bankans Anglo Irish Bank nam 17,7 milljörðum evra, nærri 2900 milljörðum króna, á síðasta ári. Er þetta mesta tap í sögu bankans og meira en sérfræðingar höfðu spáð.

Í tilkynningu segir, að síðustu 12 mánuðir hafi verið afar erfiðir, bæði hjá bankanum og í írska efnahagslífinu.

Írski seðlabankinn mun síðar í dag birta niðurstöður úr álagsprófum, sem lögð voru fyrir fjóra írska banka: Allied Irish Banks, Bank of Ireland, the Educational Building Society og Irish Life & Permanent. Viðskipti með hlutabréf tveggja fyrstu bankanna voru stöðvuð í morgun í kauphöllinni í Dublin. Búist er við að niðurstöður prófanna sýni að írska ríkið þurfi að leggja bönkunum til milljarða evra til viðbótar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK