600 milljarða neyðarlög

Frá umræðum á Alþingi um Icesave-samningana.
Frá umræðum á Alþingi um Icesave-samningana. nbl.is/Heiðar

Vegna setningar neyðarlaganna munu breskir og hollenskir innistæðueigendur fá allar eignir Landsbankans í sinn hlut, tæplega 1.200 milljarða, sé miðað við nýjasta mat skilanefndar bankans.

Hefðu neyðarlögin ekki verið sett og innistæður ekki settar í forgang, hefðu innistæðutryggingasjóðir Breta og Hollendinga aðeins fengið um helming þeirrar upphæðar, eða um 600 milljarða króna.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Jóns Gunnars Jónssonar í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Hann segir að neyðarlögin hafi fært Bretum og Hollendingum 600 milljarða króna á kostnað almennra kröfuhafa Landsbankans, sem eru til að mynda íslenskir lífeyrissjóðir, Seðlabanki Íslands, alþjóðlegir bankar og skuldabréfasjóðir sem lánuðu íslensku bönkunum.

Jón Gunnar bendir á að Ísland hafi sýnt mikla sanngirni í Icesave-málinu. Miðað við fyrirliggjandi samning við Breta og Hollendinga sé hins vegar öll áhætta sem neyðarlögunum fylgir færð yfir á Ísland, en Bretar og Hollendingar njóti alls ábata sem af þeim stafar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka