600 milljarða neyðarlög

Frá umræðum á Alþingi um Icesave-samningana.
Frá umræðum á Alþingi um Icesave-samningana. nbl.is/Heiðar

Vegna setn­ing­ar neyðarlag­anna munu bresk­ir og hol­lensk­ir inni­stæðueig­end­ur fá all­ar eign­ir Lands­bank­ans í sinn hlut, tæp­lega 1.200 millj­arða, sé miðað við nýj­asta mat skila­nefnd­ar bank­ans.

Hefðu neyðarlög­in ekki verið sett og inni­stæður ekki sett­ar í for­gang, hefðu inni­stæðutrygg­inga­sjóðir Breta og Hol­lend­inga aðeins fengið um helm­ing þeirr­ar upp­hæðar, eða um 600 millj­arða króna.

Þetta kem­ur fram í aðsendri grein Jóns Gunn­ars Jóns­son­ar í Viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins í dag. Hann seg­ir að neyðarlög­in hafi fært Bret­um og Hol­lend­ing­um 600 millj­arða króna á kostnað al­mennra kröfu­hafa Lands­bank­ans, sem eru til að mynda ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóðir, Seðlabanki Íslands, alþjóðleg­ir bank­ar og skulda­bréfa­sjóðir sem lánuðu ís­lensku bönk­un­um.

Jón Gunn­ar bend­ir á að Ísland hafi sýnt mikla sann­girni í Ices­a­ve-mál­inu. Miðað við fyr­ir­liggj­andi samn­ing við Breta og Hol­lend­inga sé hins veg­ar öll áhætta sem neyðarlög­un­um fylg­ir færð yfir á Ísland, en Bret­ar og Hol­lend­ing­ar njóti alls ábata sem af þeim staf­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK