Írski seðlabankinn tilkynnti nú síðdegis, að fjórir írskir bankar þurfi samtals um 24 milljarða evra, 3900 milljarða króna, í ríkisframlag til að koma í vef fyrir greiðsluþrot.
Þetta var niðurstaðan eftir álagspróf, sem bankarnir fjórir gengust undir.
Um er að ræða bankana Allied Irish Banks, Bank of Ireland, Educational Building Society og Irish Life & Permanent.