Mikill hagvöxtur í Tyrklandi

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Reuters

Tyrkneska hagkerfið óx um 9,2% á síðasta fjórðungi ársins 2010 og um 8,9% á árinu öllu, samkvæmt tölum, sem tyrknesk stjórnvöld birtu í morgun. Er þetta meiri hagvöxtur en spáð hafði verið.

Tyrkneska ríkisstjórnin hafði spáð 7% hagvexti á árinu 2010. Í raun var hagvöxturinn 12% á fyrsta fjórðungi ársins, 10,3% á öðrum fjórðungi og 5,2% á þeim þriðja.  Verg landsframleiðsla á mann var 10.079 dalir á síðasta ári eða 1,16 milljónir króna. 

Árið 2009 dróst tyrkneska hagkerfið saman um 4,8%.

Kosið verður til þings á Tyrklandi í júní. Þar sækist Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra, eftir endurkjöri en stjórnmálaflokkur hans. Réttlætis- og þróunarflokkurinn, hefur farið með völd síðustu tvö kjörtímabil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK