Erlendir kröfuhafar: Dómur Héraðsdóms gegn stjórnarskránni

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. Ómar Óskarsson

Talsmaður eins þeirra erlendu kröfuhafa, sem tapaði máli um heildsöluinnlán fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag segir  það  valda vonbrigðum að dómstóllinn skuli ekki viðurkenna að neyðarlögin og áhrif þeirra á röð kröfuhafa brjóti í bága við íslensku stjórnarskránna og Mannréttindasáttmála Evrópu.

Í samtali við Morgunblaðið segist talsmaðurinn þess fullviss um að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur í málinu.

Ennfremur segir talsmaður kröfuhafanna að dómur héraðsdóms taki ekki tillit til þess að  neyðarlögunum var ekki ætlað að veita fjármálasamningum á borð við þá sem gerður voru á milli Landsbankans og Glitnis annarsvegar og viðkomandi aðila í Bretlandi og Hollandi hinsvegar forgang umfram almenna kröfur.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK