Talsmaður eins þeirra erlendu kröfuhafa, sem tapaði máli um heildsöluinnlán fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag segir það valda vonbrigðum að dómstóllinn skuli ekki viðurkenna að neyðarlögin og áhrif þeirra á röð kröfuhafa brjóti í bága við íslensku stjórnarskránna og Mannréttindasáttmála Evrópu.
Í samtali við Morgunblaðið segist talsmaðurinn þess fullviss um að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur í málinu.
Ennfremur segir talsmaður kröfuhafanna að dómur héraðsdóms taki ekki tillit til þess að neyðarlögunum var ekki ætlað að veita fjármálasamningum á borð við þá sem gerður voru á milli Landsbankans og Glitnis annarsvegar og viðkomandi aðila í Bretlandi og Hollandi hinsvegar forgang umfram almenna kröfur.