Gildi neyðarlaga staðfest

Neyðarlögin svokölluðu voru sett í byrjun október 2008.
Neyðarlögin svokölluðu voru sett í byrjun október 2008. Brynjar Gauti

Í úr­sk­urðum Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í morg­un í mál­um varðandi heild­sölu­inn­lán í Lands­bank­an­um og Glitni felst að dóm­ur­inn staðfest­ir gildi hinna svo­kölluðu neyðarlaga, að sögn Her­dís­ar Hall­m­ars­dótt­ur, sem sit­ur í slita­stjórn Lands­bank­ans.

„Í úr­sk­urðinum eru nokk­ur atriði, sem vert er að nefna. Héraðsdóm­ur staðfest­ir að heild­sölu­inn­lán séu inn­stæða í skiln­ingi laga um inn­stæðutrygg­ing­ar. Þá er því hafnað af dómn­um að for­gang­ur tak­markist við 20.800 evra markið, en hann er einnig mjög af­drátt­ar­laus þegar kem­ur að neyðarlög­un­um,“ seg­ir Her­dís.

„Héraðsdóm­ur fellst hvorki á að setn­ing neyðarlag­anna hafi brotið gegn eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár né jafn­ræðisákvæði henn­ar og er ekki neinn vafi í orðalagi úr­sk­urðar­ins um gildi neyðarlag­anna.“

Héraðsdóm­ur féllst einnig á það með slita­stjórn Lands­bank­ans að greiða ætti drátt­ar­vexti af heild­sölu­inn­lán­um í sam­ræmi við ákvæði breskra og hol­lenskra laga, en heild­söluinn­stæðueig­end­ur höfðu gert kröfu um ís­lenska drátt­ar­vexti.

„Er­lendu drátt­ar­vext­irn­ir eru 6-8 pró­sent en ís­lensk­ir drátt­ar­vext­ir eru 25 pró­sent og mun­ur­inn því töl­ur­verður. Við höf­um hins veg­ar í okk­ar áætl­un­um gert ráð fyr­ir því að við mynd­um greiða þessa lægri vexti og hef­ur úr­sk­urður héraðsdóms því ekki áhrif á áætlan­ir um end­ur­heimt­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK