Hagnaður banka jókst um 35%

Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja jókst um 35% milli áranna 2009 og 2010 en þeir hafa nú allir birt ársreikninga fyrir síðasta ár. Samanlagður hagnaður bankanna á síðasta ári var 69,2 milljarðar króna en 51,2 milljarðar árið 2009.

Mest jókst hagnaður Landsbankans á milli ára, var 14,3 milljarðar króna árið 2009 en 27,2 milljarðar á síðasta ári samkvæmt ársreikningi, sem birtur var í dag.

Hagnaður Íslandsbanka var 29,4 milljarðar króna á síðasta ári en 24 milljarðar króna árið 2009.

Þá nam hagnaður Arion banka 12,6 milljörðum króna en var 12,9 milljarðar árið 2009.  

Til samanburðar má nefna, að samanlagður hagnaður forvera bankanna þriggja nam 46,3 milljörðum króna árið 2004, árið 2005 nam samanlagður hagnaður þeirra 93,2 milljörðum króna, 163,7 milljörðum króna árið 2006 og 137,6 milljörðum króna árið 2007 á verðlagi hvers árs fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka