Heildsöluinnlán eru forgangskröfur

Landsbankinn við Austurstræti.
Landsbankinn við Austurstræti. mbl.is/Árni Sæberg

Heild­sölu­inn­lán í gamla Lands­bank­an­um telj­ast inn­lán í skiln­ingi laga og eru þar með for­gangs­kröf­ur í þrota­bú bank­ans. Úrsk­urðir um þetta efni féllu í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un í nokkr­um sam­bæri­leg­um mál­um. Máls­kostnaður var felld­ur niður.

Úrsk­urðirn­ir skipta tölu­verðu máli fyr­ir end­ur­heimt­ur al­mennra kröfu­hafa úr þrota­bú­inu, en eiga ekki að hafa telj­andi áhrif á áætlan­ir um end­ur­heimt­ur til Trygg­inga­sjóðs inn­stæðueig­enda úr þrota­bú­inu, þar sem slita­stjórn gamla Lands­bank­ans hafði þegar viður­kennt heild­sölu­inn­lán sem for­gangs­kröf­ur í búið.

Hins veg­ar fel­ur úr­sk­urður­inn í sér að greiða eigi drátt­ar­vexti sam­kvæmt ensk­um og hol­lensk­um lög­um af heild­sölu­inn­lán­un­um, en þeir drátt­ar­vext­ir eru mun lægri en ís­lensk­ir drátt­ar­vext­ir og hef­ur ekki áhrif á áætlaðar end­ur­heimt­ur, því gert hafði verið ráð fyr­ir þessu af slita­stjórn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK