Hlutabréfaverð hækkaði vestanhafs

Verð á hlutabréfum í bandarísku kauphöllinni hækkuðu í dag, en fjárfestar fögnuðu nýjum atvinnuleysistölum sem voru birtar í dag. Þær sýna að atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki mælst minna í tvö ár.

Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,46% og er nú 12.376,72 stig. S&P hækkaði um 0,5% og er nú 1.332,41 stig. Þá hækkaði Nasdaq um 0,31% og stendur nú í 2.789,60.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fagnaði nýjum tölum í dag, sem bandaríska vinnumálastofnunin birti. Obama segir að fréttir af 230.000 störfum í mars þýði að bandarískt efnahagslíf sé að eflast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK