Verð á hlutabréfum í bandarísku kauphöllinni hækkuðu í dag, en fjárfestar fögnuðu nýjum atvinnuleysistölum sem voru birtar í dag. Þær sýna að atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki mælst minna í tvö ár.
Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,46% og er nú 12.376,72 stig. S&P hækkaði um 0,5% og er nú 1.332,41 stig. Þá hækkaði Nasdaq um 0,31% og stendur nú í 2.789,60.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fagnaði nýjum tölum í dag, sem bandaríska vinnumálastofnunin birti. Obama segir að fréttir af 230.000 störfum í mars þýði að bandarískt efnahagslíf sé að eflast.