Fjallað um 32 milljarða millfærslur

Reuters

Breska blaðið Telegraph fjallar í dag um bréf sem skilanefnd Landsbankans hefur sent stjórnendum bankans þar sem útlistað er hvernig 174 milljónir punda (um 32 milljarðar kr.) hafi verið færðar út úr bankanum með ólögmætum hætti sama dag og hann var þjóðnýttur.

Fram kemur að meirihluti fjárhæðarinnar hafi farið til fyrirtækja í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og föður hans Björgólfs Guðmundssonar.

Blaðið greinir frá því að Björgólfur Thor, sem sé búsettur í Lundúnum, sé einn af auðugustu mönnum heims. Telegraph segir að eignir hans séu metnar á einn milljarð Bandaríkjadala.

Í bréfinu segir að stjórnarmenn bankans hafi átt að gera sér grein fyrir því þann 6. október 2008 að bankinn hefði verið orðin gjaldþrota. Það sé mat skilanefndarinnar að fjármagnsflutningarnir hafi dregið úr verðmæti eigna bankans og misnunað kröfuhöfum. Þar af leiðandi hafi verið um ólögmætan gjörning að ræða.

Frétt Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK