Stjórnarformaður Arion með 1,4 milljónir á mánuði

Höfuðstöðvar Arion banka.
Höfuðstöðvar Arion banka. mbl.is/Ómar

Monica Ca­nem­an, stjórn­ar­formaður Ari­on-banka, fær 1,4 millj­ón­ir á mánuði fyr­ir störf sín. Þetta staðfest­ir  Reyn­ir Karls­son, stjórn­ar­formaður Kaupskila sem er eign­ar­halds­fé­lag Kaupþings sem á Ari­on að stærst­um hluta.

Á aðal­fundi bank­ans á dög­un­um var samþykkt að hækka laun er­lendra stjórn­ar­manna um helm­ing. Eng­ar breyt­ing­ar voru hins­veg­ar gerðar á laun­um þeirra Íslend­inga sem sitja í stjórn bank­ans. Þeir fá 350 þúsund krón­ur á mánuði fyr­ir störf sín og þar af leiðandi fær Måns Hög­lund, sem er sænsk­ur, 700 þúsund krón­ur fyr­ir stjórn­ar­set­una og Monica Ca­nem­an sem fyrr seg­ir 1,4 millj­ón­ir á mánuði fyr­ir stjórn­ar­for­mennsk­una.

Að sögn Reyn­is var tek­in ákvörðun um að hækka laun er­lendu stjórn­ar­mann­anna til þess að tryggja starfs­krafta þeirra. Hann seg­ir að eig­end­ur bank­ans telji mik­il­vægt að er­lend­ir sér­fræðing­ar sitji í stjórn hans og það sé veiga­mik­ill þátt­ur í upp­bygg­ingu á trausti bank­ans. Sér­stak­lega þegar að mögu­legri fjár­mögn­un bank­ans er­lend­is. Reyn­ir seg­ir að tveir er­lend­ir stjórn­ar­mann hafi hætt í fyrra og það hafði ekki verið laun­unga­mál að óánægja þeirra með starfs­kjör­in hafi ráðið þeirri ákvörðun.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK