N1 yfirtekið af kröfuhöfum

N1 hefur verið tekið yfir af kröfuhöfum.
N1 hefur verið tekið yfir af kröfuhöfum. mbl.is/Ernir

Arion banki, Íslandsbanki og meirihluti eigenda skuldabréfa á N1 hf, stjórn og stjórnendur N1, Umtaks og BNT hafa komist að samkomulagi um að rekstur félagsins verði tekinn yfir af lánardrottnum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórnarformanni N1, Einari Sveinssyni. Samkomulagið felur í sér að meirihluta skulda félagsins verði breytt í hlutafé.  Eigið fé BNT og Umtaks verður neikvætt í kjölfar samkomulagsins og eru örlög þeirra félaga óráðin.

„Aðkomu fráfarandi eigenda að N1 má rekja til þess þegar hópur fjárfesta undir forystu Bílanausts hf. keypti Olíufélagið ehf. í febrúar 2006. Við kaupin var stofnað eignarhaldsfélagið BNT hf. sem hélt utan um eignarhlutina í Bílanausti hf. og Olíufélaginu ehf. Hluthafar BNT hf. voru á þriðja tug talsins og lögðu þeir 10,2 milljarða króna til félagsins í formi hlutafjár. Fasteignir Bílanausts hf. og Olíufélagsins ehf. voru samhliða þessu færðar yfir í sérstakt fasteignafélag ‐ Umtak fasteignafélag ehf. Í apríl 2007 voru Bílanaust hf. og Olíufélagið ehf. sameinuð í eitt félag – N1 hf. Við þá sameiningu varð til nýtt og kraftmikið verslunar‐ og þjónustufyrirtæki með yfir 600 starfsmenn og 115 þjónustustaði um allt land,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Reiknað er með því að fjárhagslegri endurskipulagningu N1 verði lokið í sumar. Núverandi stjórn mun sitja þangað til endurskipulagninu er lokið, að ósk lánardrottna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK