Ríkisábyrgðir aukast um helming

mbl.is/Ómar

Samkvæmt yfirliti frá Lánasýslu ríkisins námu ríkisábyrgðir tæplega 1.300 milljörðum króna í lok janúar sl. og voru skuldbindingar Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs um 97% þeirrar upphæðar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að heildar skuldbinding sem ríkissjóður mun þurfa að gangast í ábyrgð fyrir, öðlist Icesave-lögin samþykki þjóðarinnar, nemur um 670 milljörðum króna.

Heildarstaða  ríkisábyrgða mun því hækka um helming eða þar um bil, en bein ríkisábyrgð verður á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) gagnvart innistæðutryggingasjóðum Breta og Hollendinga, haldi Icesave-lögin gildi sínu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl nk. Er talið að bein ábyrgð á skuldum TIF setji núverandi kröfuhafa ríkisfyrirtækja í verri stöðu en áður, t.d. alþjóðlega lánardrottna Landsvirkjunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK