Segir mat AGS hafa breyst

Gunnar Tómasson hagfræðingur
Gunnar Tómasson hagfræðingur

Mat Alþjóðagjaldeyrissjóðis (AGS) á því hvenær skuldastaða þjóðarbúsins reynist ósjálfbær hefur breyst nokkuð frá fyrsta mati sjóðsins í nóvember 2008. Þetta kemur fram í bréfi sem Gunnar Tómasson, hagfræðingur, sendi þingmönnum í dag.

„Upplýst atkvæðagreiðsla um Icesave nk. laugardag krefst þess að stjórnvöld komi hreint til dyra varðandi efnahagsþróun og horfur. Upplýsingar hér að neðan koma íslenzkum stjórnvöldum ekki á óvart þar sem þær eru byggðar á skýrslum AGS. Ef þær koma lesendum á óvart, þá er upplýsingamiðlun stjórnvalda ekki jafn virk og æskilegt væri í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave,“ segir í bréfi Gunnars til þingmanna.

Bendir hagfræðingurinn á að i nóvember 2008 hafi AGS metið það sem svo í skýrslu sinni um Ísland, að erlend skuldsetning sem næmi 240% af vergri landsframleiðslu væri augljóslega ósjálfbær (e. clearly unsustainable). „Í reynd varð hlutfallið 308%, og AGS lýsti það vera sjálfbært,“ segir Gunnar í bréfi sínu.

 „ Mat AGS á þróun og horfum varðandi landsframleiðslu á tímabilinu 2009-2013 hefur einnig breytzt mjög til hins verra. Í stað þess að VLF á árinu 2013 verði 2-3% hærri en 2008, þá er það núna mat AGS að VLF verði 2-3% lægri. Í krónum jafngildir þetta að VLF árið 2013 verður allt að ISK 90 milljörðum lægri en áætlað var í nóvember 2008. Fyrir tímabilið 2009-2013 í heild kann VLF að vera e.t.v. ISK 200-300 milljörðum minni en áður var áætlað,“ segir Gunnar.

Undir lok bréfsins segir Gunnar að fyrstu viðbrögð hans við þeim Icesave-samningi sem kosið verður um næstu helgi hafi verið góð. Hins vegar hafi hann ekki gert upp hug sinn fyrr en hann hafi haft tækifæri á að gera samanburð á mati AGS á horfum í íslensku efnahagslífi eins og þær voru settar fram í skýrslum AGS frá nóvember 2008 og aftur í janúar 2011. „

Ofangreindar niðurstöður úr þeim samanburði benda ótvírætt til þess að langtímahagsmunir íslenzku þjóðarinnar verða bezt tryggðir með NEI atkvæði kjósenda 9. apríl,“ segir hagfræðingurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK