Þjóð í höftum er ekki fullvalda

Helgi Hjörvar.
Helgi Hjörvar.

Þjóð í höftum er ekki frjáls og fullvalda þjóð. Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga, sem fer fram í hádeginu í dag.

Efnis fundarins er „Íslensk fyrirtæki flýja land - hver er rótin?“

Helgi sagði að það sem helst stæði erlendri fjárfestingu á Íslandi væru höftin. Hann benti einnig á að þó svo að engin væri höftin, væri íslenska krónan viðskiptahindrun í sjálfu sér.

Tækifærin fara

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins, tók til máls á undan Helga. Bjarni sagðiþau fyrirtæki sem hefðu yfirgefið Ísland væru ekki mörg. Hins vegar orsakaði núverandi staða mála á Íslandi að tækifærin væru að fara.  „Tækifærin eru að flýja úr landi. Haldi óvissan áfram munu fleiri fyrirtæki fylgja þeim fáu sem hafa farið úr landi. Hér er of mikil pólitísk og efnahagsleg óvissa,“ sagði hanni. 

Bjarni skaut föstum skotum að Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra: „ Á Íslandi erum við með forsætisráðherra sem talar um það í fullri alvöru að þjóðnýta fyrirtæki sem hingað eru komin með löglegar fjárfestingar í orkugeiranum. Hvernig ætli þetta hljómi í eyrum fjárfesta?“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksin.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksin. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK