Heimsmarkaðsverð á áli er komið upp fyrir 2.600 dollara tonnið. Verðið hefur hækkað nokkuð stöðugt síðan í fyrrasumar þegar það fór niður fyrir 1.900 dollara.
Flutt var út ál frá Íslandi fyrir 222 milljarða á síðasta ári sem var 52 milljörðum meira en á árinu 2009. Ef verð á áli heldur áfram að hækka má gera ráð fyrir að þessi útflutningur verði enn meiri á þessu ári.
Fyrir hrun fór heimsmarkaðsverð á áli upp fyrir 3.000 dollara tonnið, en það lækkaði verulega þegar verð á hráverum lækkaði haustið 2008.
Álfyrirtækin hafa í upphafi þessa árs tilkynnt um að hagnaður þeirra verði meiri en reiknað var með í áætlunum.