Aukning um 13 milljarða

mbl.is/Ómar

Gengisbreytingar hafa valdið því að heildarkostnaður Íslands vegna Icesave hefur aukist um 13 milljarða króna frá áramótum, að sögn Valdimars Ármann, hagfræðings hjá fyrirtækinu GAMMA.

Heildarkostnaður nemur samkvæmt þessu um 78 milljörðum króna, en um 20 milljarðar af þeirri fjárhæð greiðast úr Tryggingasjóði innstæðueigenda og um 58 milljarðar úr ríkissjóði. Er þetta hærri tala en þeir 26 milljarðar sem talað hefur verið um hingað til.

Er það ekki aðeins vegna þess að gengi krónunnar hefur veikst gagnvart öðrum gjaldmiðlum, heldur einnig vegna gengisþróunar milli erlendra gjaldmiðla, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK