Ár hinna glötuðu tækifæra

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag. mbl.is/Ómar

Segja má að liðið ár hafi verið ár hinna glötuðu tækifæra. Hagvöxtur hefur tafist og harðnar hefur á dalnum hjá fyrirtækjum og heimilum umfram það sem annars hefði verið. Kom þetta meðal annars fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag.

Sagði Jóhanna, að deilan um Icesave hafi legið á þjóðinni eins og mara, en fyrst eftir lausn deilunnar geti ríkissjóður sótt sér fjármagn erlendis, þá fyrst verði hægt að afnema höft á eðilegum hraða.

Sagði hún að atkvæðagreiðslan á laugardag snúist ekki um ríkisstjórnina, einstaka stjórnamálaflokka, hugsanlega inngöngu í ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða um lögfræðilega rétta eða ranga afstöðu í málinu. Hún snúist í raun um það hvort atvinnuleiðin getið orðið að veruleika á næstu árum.

Sagði Jóhanna, að með því að samþykkja Icesave samninginn á laugardaginn verði stórum steini rutt úr vegi í átt að auknum stöðugleika og uppbyggingu atvinnulífs.

Ávarp forsætisráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK