Erlendir auðkýfingar inn í MP banka

Höfuðstðvar MP banka.
Höfuðstðvar MP banka.

Joe Lewis, annar aðaleigandi enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspur, er
í nýjum hluthafahópi MP banka, að því er kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Þá segir blaðið, að breska Rowland-fjölskyldan, sem keypti rekstur Kaupþings
í Lúxemborg og breytti nafninu í Banque Havilland, sé hluthafahópnum auk þriðja erlenda fjárfestirisins. 

Viðskiptablaðið segir, að erlendu fjárfestarnir muni eiga allt að 20% hlut í
MP banka og þar af muni Rowlandfjölskyldan eignast um 10% hlut.

Skúli Mogensen er stærsti hluthafinn í hópi nýrra eigenda bankans sem kemur inn með 5,5 milljarða í nýtt hlutafé.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK