Lánshæfið var auðlind

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Eggert Jóhannesson

Lánshæfismat íslenska ríkisins var orðið að auðlind árið 2003. Þetta sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands sem fram fór í Íslenski óperunni í dag.

Árni Páll sagði að sú auðlind, sem hefði falist í háu lánshæfismati ríkisins, hafi verið ofnýtt. Ekki voru það bara óábyrgir bankamenn sem blinduðust, heldir líka stjórnmálamenn. 

Ráðherranum sagði í ræðu sinni að sundurlyndi á Íslandi stæði framförum fyrir þrifum: „Sundurlyndisfjandinn á sér marga bandamenn á Íslandi,“ sagði ráðherrann, og bætti því við að verkefni allra landsmanna væri að leggja þann fjanda að velli. Árni Páll sagði að óskrásettar viðvaranir embættismanna um yfirvofandi hættur í bankakerfinu væru nú grundvöllur saksókna á hendur fyrrverandi forsætisráðherra. Slíkt væri ekki til eftirbreytni.

Árni Páll beitti jafnframt spjótum sínum að nýju bönkunum, og velti fyrir sér í ræðunni, hvaða forsendur væru eiginlega fyrir því að nýju bankarnir færðu til bókar háar vaxtatekjur af lánasafni þar sem annað hvert lán væri í vanskilum.

„Við þurfum að breyta hagfræðinni á Íslandi, en enginn íslenskur hagfræðingur varaði við hruni bankanna,“ sagði Árni Páll Árnason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK