Lánshæfismat íslenska ríkisins var orðið að auðlind árið 2003. Þetta sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands sem fram fór í Íslenski óperunni í dag.
Árni Páll sagði að sú auðlind, sem hefði falist í háu lánshæfismati ríkisins, hafi verið ofnýtt. Ekki voru það bara óábyrgir bankamenn sem blinduðust, heldir líka stjórnmálamenn.
Ráðherranum sagði í ræðu sinni að sundurlyndi á Íslandi stæði framförum fyrir þrifum: „Sundurlyndisfjandinn á sér marga bandamenn á Íslandi,“ sagði ráðherrann, og bætti því við að verkefni allra landsmanna væri að leggja þann fjanda að velli. Árni Páll sagði að óskrásettar viðvaranir embættismanna um yfirvofandi hættur í bankakerfinu væru nú grundvöllur saksókna á hendur fyrrverandi forsætisráðherra. Slíkt væri ekki til eftirbreytni.
Árni Páll beitti jafnframt spjótum sínum að nýju bönkunum, og velti fyrir sér í ræðunni, hvaða forsendur væru eiginlega fyrir því að nýju bankarnir færðu til bókar háar vaxtatekjur af lánasafni þar sem annað hvert lán væri í vanskilum.
„Við þurfum að breyta hagfræðinni á Íslandi, en enginn íslenskur hagfræðingur varaði við hruni bankanna,“ sagði Árni Páll Árnason.