Segir álit Moody's engu skipta

Jón Gunnar Jónsson, hefur áralanga reynslu af störfum á alþjóðafjármálamarkaði.
Jón Gunnar Jónsson, hefur áralanga reynslu af störfum á alþjóðafjármálamarkaði.

Nýjasta mat Moody's á afleiðingum niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave bendir til þess að sérfræðingar fyrirtækisins hafi ekki kynnt sér málið nægilega vel. Þetta segir Jón Gunnar Jónsson, bankamaður.

Í aðsendri grein Jóns Gunnars í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram að skuldatryggingaálag ríkisins hafi ekki hreyfst í takt við skoðanir matsfyrirtækjanna.

„Af skýrslu Moody´s frá 23. febrúar síðastliðinn má ráða að sérfræðingar
lánshæfismatsfyrirtækisins hafi ekki kynnt sér efni Icesave-samninganna
og áhættugreint þá með sama hætti og að ofan. Skuldatryggingarálag á Íslandi hefur hins vegar varla hreyfst síðan þá. Moody´s svaf einnig á verðinum þegar þeir gáfu út lánshæfismat á íslensku bönkunum (m.a. innstæðum í Landsbankanum eins og Icesave): Moody´s hreyfði ekkert við lánshæfinu frá Apríl 2007 til Febrúar 2008, þrátt fyrir að skuldatryggingarálag bankanna hefði hækkað um 600 punkta á meðan,“ segir í grein Jóns Gunnars.

Hann bendir á að Moody´s óttist í áliti sínu að með höfnun á Icesave-samningunum fái Íslendingar ekki viðbótarlán frá Norðurlöndunum: „Það er, ef við tökum ekki á okkur 650 milljarða skuld þá fáum við ekki seinni hlutann af 1,8 milljarða láni vinaþjóða okkar. Skuldir okkar hafa ekki gjaldfallið þrátt fyrir að þessi lán hafi ekki verið veitt, um 2 árum eftir að þeim var lofað. Álit Moody´s skiptir engu máli, þar sem ljóst er að alþjóðlegir markaðir eru galopnir fyrir íslenska ríkið. Skuldatryggingarálag okkar, sem bankar og skuldabréfasjóðir nota við að reikna vexti á lán til Íslands, er svipað og hjá Spáni og Ungverjalands (u.þ.b. 2.5%), en mun lægra en hjá Portúgal og Írlandi (um 6.0%). Spánn, Portúgal og Írland eru öll með hærra lánshæfismat en við hjá Moody´s," segir Jón Gunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK