Segir álit Moody's engu skipta

Jón Gunnar Jónsson, hefur áralanga reynslu af störfum á alþjóðafjármálamarkaði.
Jón Gunnar Jónsson, hefur áralanga reynslu af störfum á alþjóðafjármálamarkaði.

Nýj­asta mat Moo­dy's á af­leiðing­um niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve bend­ir til þess að sér­fræðing­ar fyr­ir­tæk­is­ins hafi ekki kynnt sér málið nægi­lega vel. Þetta seg­ir Jón Gunn­ar Jóns­son, bankamaður.

Í aðsendri grein Jóns Gunn­ars í Viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins í dag kem­ur fram að skulda­trygg­inga­álag rík­is­ins hafi ekki hreyfst í takt við skoðanir mats­fyr­ir­tækj­anna.

„Af skýrslu Moo­dy´s frá 23. fe­brú­ar síðastliðinn má ráða að sér­fræðing­ar
láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæk­is­ins hafi ekki kynnt sér efni Ices­a­ve-samn­ing­anna
og áhættu­greint þá með sama hætti og að ofan. Skulda­trygg­ingarálag á Íslandi hef­ur hins veg­ar varla hreyfst síðan þá. Moo­dy´s svaf einnig á verðinum þegar þeir gáfu út láns­hæf­is­mat á ís­lensku bönk­un­um (m.a. inn­stæðum í Lands­bank­an­um eins og Ices­a­ve): Moo­dy´s hreyfði ekk­ert við láns­hæf­inu frá Apríl 2007 til Fe­brú­ar 2008, þrátt fyr­ir að skulda­trygg­ingarálag bank­anna hefði hækkað um 600 punkta á meðan,“ seg­ir í grein Jóns Gunn­ars.

Hann bend­ir á að Moo­dy´s ótt­ist í áliti sínu að með höfn­un á Ices­a­ve-samn­ing­un­um fái Íslend­ing­ar ekki viðbót­ar­lán frá Norður­lönd­un­um: „Það er, ef við tök­um ekki á okk­ur 650 millj­arða skuld þá fáum við ekki seinni hlut­ann af 1,8 millj­arða láni vinaþjóða okk­ar. Skuld­ir okk­ar hafa ekki gjald­fallið þrátt fyr­ir að þessi lán hafi ekki verið veitt, um 2 árum eft­ir að þeim var lofað. Álit Moo­dy´s skipt­ir engu máli, þar sem ljóst er að alþjóðleg­ir markaðir eru gal­opn­ir fyr­ir ís­lenska ríkið. Skulda­trygg­ingarálag okk­ar, sem bank­ar og skulda­bréfa­sjóðir nota við að reikna vexti á lán til Íslands, er svipað og hjá Spáni og Ung­verja­lands (u.þ.b. 2.5%), en mun lægra en hjá Portúgal og Írlandi (um 6.0%). Spánn, Portúgal og Írland eru öll með hærra láns­hæf­is­mat en við hjá Moo­dy´s," seg­ir Jón Gunn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK