Útgreiðslur gætu tafist

Kröfuhafar geta tafið útgreiðslur með mótmælum.
Kröfuhafar geta tafið útgreiðslur með mótmælum. mbl.is/hag

Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta gæti andmælt ákvörðunum slitastjórnar Landsbankans um útgreiðslur þar til Ragnars Hall-ákvæðið svokalla verður að fullu útkljáð fyrir dómstólum, og tafið þannig útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans.

Þar með gæti hugsanlegur kostnaður íslenska ríkisins aukist, verði Icesave-lögin samþykkt. Að sama skapi gætu deilur milli almennra og forgangskröfuhafa tafið útgreiðslur, en fyrrnefndi hópurinn hefur hagsmuni af því að tefja útgreiðslur, þvert á hagsmuni hins síðarnefnda. Þetta er mat Jóns Gunnars Jónssonar, bankamanns, sem starfað hefur á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum um áralangt skeið.

Jón Gunnar bendir á í aðsendri grein í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag að áætlanir fjármálaráðuneytisins um að 40% af eignum gamla Landsbankans verði greidd út í ár, gætu hæglega brugðist. „Öll óvissa um endurheimtur er almennum kröfuhöfum í hag, en forgangskröfuhöfum í óhag,“ segir Jón Gunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka