Hagnaður Alcoa eykst

Úr álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Úr álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. mbl.is/ÞÖK

Hagnaður banda­ríska ál­fé­lags­ins Alcoa nam 308 millj­ón­um dala, 34,7 millj­örðum króna, á fyrsta fjórðungi árs­ins, sam­an­borið við 258 millj­óna dala hagnað á síðasta árs­fjórðungi og 172 millj­óna dala tap á sama tíma­bili árið 2010.

Alcoa var að venju fyrsta fyr­ir­tækið í Dow Jo­nes hluta­bréfa­vísi­töl­unni á Wall Street til að birta árs­hluta­upp­gjör. Af­kom­an var ör­lítið betri en sér­fræðing­ar höfðu spáð eða 28 sent á hlut sam­an­borið við 27 senta spár.  

Tekj­ur fé­lags­ins námu 5,96 millj­örðum dala og juk­ust um 5,4% frá síðasta árs­fjórðungi.  

Alcoa seg­ir, að hækk­andi ál­ver sé helsta ástæðan fyr­ir batn­andi af­komu og vax­andi eft­ir­spurn sé eft­ir áli. Seg­ist fé­lagið reikna með að eft­ir­spurn auk­ist um 11% á þessu ári eft­ir 13% aukn­ingu á síðasta ári.

Alcoa rek­ur ál­verið í Reyðarf­irði. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK