Óbreytt einkunn hjá Fitch

mbl.is/Ernir

Mats­fyr­ir­tækið Fitch birti í dag álit í kjöl­far niður­stöðu at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve-samn­ing­inn á laug­ar­dag. Álitið fel­ur ekki í sér breyt­ingu á láns­hæf­is­mati Rík­is­sjóðs Íslands en fram kem­ur að niðurstaðan geti tafið fyr­ir hækk­un í fjár­fest­inga­flokk í nán­ustu framtíð.

Fitch lækkaði lang­tíma­ein­kunn rík­is­sjóðs í er­lendri mynt í svo­nefnd­an rusl­flokk, eða BB+ með nei­kvæðum horf­um, þann 5. janú­ar 2010 í fram­haldi af ákvörðun for­seta Íslands um að vísa fyrri Ices­a­ve samn­ingi til þjóðar­at­kvæðagreiðslu. 

Íslenska ríkið er í lægsta þrepi svo­nefnds fjár­fest­ing­ar­flokks bæði hjá mats­fyr­ir­tækj­um Moo­dy's og Stand­ard & Poor's en Moo­dy's gaf það út ný­lega, að hugs­an­lega yrði láns­hæfis­ein­kunn Íslands lækkuð ef Ices­a­ve-lög­un­um yrði hafnað.

Már Guðmunds­son, seðlabanka­stjóri, sagði í frétt­um Útvarps­ins, að mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's hefði orðið við ósk um að bíða með ákvörðun um hugs­an­lega breyt­ingu á láns­hæfis­ein­kunn ís­lenska rík­is­ins að minnsta kosti fram yfir næstu helgi.

Már mun eiga fund með full­trú­um Moo­dy's í Washingt­on um næstu helgi.  

Í til­kynn­ingu frá Fitch er haft eft­ir Paul Rawk­ins, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins í Lund­ún­um, að Fitch hafi haldið því lengi fram að lausn á Ices­a­ve-deil­unni sé mik­il­vægt skref í þá átt að auka trú­verðug­leika ís­lenska rík­is­ins og koma sam­skipt­um við alþjóðlega fjár­mála­markaði í eðli­legt horf.

Fitch seg­ir að þótt Ices­a­ve-málið hafi verið fyr­ir­ferðar­mikið í mati á láns­hæfi Íslands megi ekki horfa fram hjá því, að bata­merki séu í efna­hags­lífi Íslend­inga. Þannig sé bú­ist við 2% hag­vexti á þessu ári, verðbólga er við 2,5% mark­mið Seðlabank­ans, vext­ir hafi lækkað mikið og um­tals­verður af­gang­ur sé á vöru­skipt­um.

Til­kynn­ing Fitch Rat­ings

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK