Óbreytt einkunn hjá Fitch

mbl.is/Ernir

Matsfyrirtækið Fitch birti í dag álit í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn á laugardag. Álitið felur ekki í sér breytingu á lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands en fram kemur að niðurstaðan geti tafið fyrir hækkun í fjárfestingaflokk í nánustu framtíð.

Fitch lækkaði langtímaeinkunn ríkissjóðs í erlendri mynt í svonefndan ruslflokk, eða BB+ með neikvæðum horfum, þann 5. janúar 2010 í framhaldi af ákvörðun forseta Íslands um að vísa fyrri Icesave samningi til þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Íslenska ríkið er í lægsta þrepi svonefnds fjárfestingarflokks bæði hjá matsfyrirtækjum Moody's og Standard & Poor's en Moody's gaf það út nýlega, að hugsanlega yrði lánshæfiseinkunn Íslands lækkuð ef Icesave-lögunum yrði hafnað.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í fréttum Útvarpsins, að matsfyrirtækið Moody's hefði orðið við ósk um að bíða með ákvörðun um hugsanlega breytingu á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins að minnsta kosti fram yfir næstu helgi.

Már mun eiga fund með fulltrúum Moody's í Washington um næstu helgi.  

Í tilkynningu frá Fitch er haft eftir Paul Rawkins, framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Lundúnum, að Fitch hafi haldið því lengi fram að lausn á Icesave-deilunni sé mikilvægt skref í þá átt að auka trúverðugleika íslenska ríkisins og koma samskiptum við alþjóðlega fjármálamarkaði í eðlilegt horf.

Fitch segir að þótt Icesave-málið hafi verið fyrirferðarmikið í mati á lánshæfi Íslands megi ekki horfa fram hjá því, að batamerki séu í efnahagslífi Íslendinga. Þannig sé búist við 2% hagvexti á þessu ári, verðbólga er við 2,5% markmið Seðlabankans, vextir hafi lækkað mikið og umtalsverður afgangur sé á vöruskiptum.

Tilkynning Fitch Ratings

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK