Olía lækkar á heimsmarkaði

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í dag.
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í dag. Reuters

Olíuverð lækkaði í dag í New York, eftir að hafa náð hæstu hæðum á tveggja ára tímabili. Lækkunin er rakin til ótta olíumiðlara við að hátt olíuverð hamli bata bandarísks efnahagslífs.

Verð í lok dagsins á bandarískri hráolíu til afhendingar í maí endaði fyrir hin sálfræðilegu mörk 110 dollara á tunnu. Framvirkir samningar um olíu frá Texas enduðu í 109,92 dollurum á tunnu og hafði verðið lækkað um 2,87 dollara frá lokum viðskipta á föstudaginn var.

Norðursjávarolía til afhendingar í maí lækkaði um 2,67 dollara hver tunna og endaði í 123,98 dollurum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK