Salan á MP frágengin

Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður, og …
Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður, og Skúli Mogensen á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Sigurgeir

Samningur um sölu á starfsemi MP banka á Íslandi og í Litháen var samþykktur á hluthafafundi bankans í dag með 99,7% atkvæða. Nýr eigendahópur tekur við allri starfsemi bankans í þessum tveimur löndum og verður hún áfram rekin undir nafni MP banka, en til stendur að breyta nafni bankans í framtíðinni.

Eignir í Úkraínu hafa verið aðskildar frá rekstrinum og verða áfram í eigu fyrrverandi hluthafa. Nýir eigendur leggja inn í bankann 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé og er eiginfjárhlutfall bankans á svokölluðum CAD grunni um 24 prósent.

Stærsti  hluthafinn í bankanum verður Títan fjárfestingarfélag, sem er í eigu Skúla Mogensen, með um 17,5 prósent.  Aðrir stórir hluthafar eru Lífeyrissjóður verslunarmanna (9,8%), Joseph C. Lewis, eigandi m.a. Tavistock Group (9,6%), Rowland fjölskyldan sem á m.a. Banque Havilland í Lúxemborg (9,6%), Guðmundur Jónsson (9,1%), TM (5,4%), VÍS (4,5%) og Robert Raich, kanadískur fjárfestir og lögfræðingur (3,6%). Meðal minni hluthafa eru meðal annars Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.

Nýja stjórn bankans skipa  Þorsteinn Pálsson lögfræðingur, sem er stjórnarformaður, Skúli Mogensen, sem er varaformaður,  Hanna Katrín Friðriksson, MBA og yfirmaður viðskiptaþróunar Icepharma, Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Mario Espinosa, framkvæmdastjóri Tavistock Group.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka