Atvinnuleysi áfram 8,6%

Skráð atvinnuleysi í mars var 8,6%, en að meðaltali 13.757 manns voru atvinnulausir í mars. Var atvinnuleysi óbreytt frá febrúar. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í apríl minnki og verði á bilinu 8,1%-8,5%.

Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 77 að meðaltali eða um 0,1 prósentustig að meðaltali en konum fjölgaði um 62 að meðaltali. Atvinnulausum fjölgaði um 68 á höfuðborgarsvæðinu og um 14 á Suðurnesjum. Annars staðar fækkaði lítilsháttar á atvinnuleysisskrá.

Atvinnuleysið er 9,2% á höfuðborgarsvæðinu en 7,5% á landsbyggðinni. Mest er  það á Suðurnesjum 14,5%, en minnst á Norðurlandi vestra 3,9%. Atvinnuleysið er 9,2% meðal karla og 7,8% meðal kvenna.

Alls hafa 8189 veri atvinnulausir lengur en 6 mánuði og fjölgaði þeim um 527 frá lokum febrúar. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár fjölgaði úr 4820 í lok febrúar í 4837 í lok mars.

Alls voru 2741 á aldrinum 16-24 ára atvinnulausir í lok mars en 2722 í lok febrúar eða um 18% allra atvinnulausra í mars og fjölgar um 19 frá því í febrúar. Í mars 2010 var fjöldi atvinnulausra ungmenna 3147.

Alls voru 217 laus störf hjá vinnumiðlunum í lok mars sem er 19 störfum fleiri en í febrúar, þegar þau voru 198. Flest laus störf eru þjónustu, sölu – og afgreiðslustörf eða alls 69.

Skýrsla Vinnumálastofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka