Talverð lækkun varð á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Lækkunin er talin stafa af viðvörun Japana um að áhrifin af jarðskjálftanum mikla í síðasta mánuði á efnahaginn verði miklu meiri en talið var í fyrstu.
Slæmt gengi bandaríska álrisans Alcoa hafði líka áhrif á útkomu atvinnulífsins í byrjun nýs ársfjórðungs. Það dró úr áhuga fjárfesta sem talið höfðu að bandarískt efnahagslíf væri að rétta úr kútnum.
Breytt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hagvöxt í Bandaríkjunum og minnkandi traust fjárfesta í Þýskalandi, samkvæmt nýbirtri könnun, jók einnig á svartsýnina.
FTSE 100 vísidalan í London lækkaði um 1,47% í dag. Franska CAC 40 vísitalan lækkaði um 1,54% og þýska DAX vísitalan um 1,42%.