Gagnrýndi forsetann

Frá fundi VÍB þar sem Lars Christiansen fjallaði um íslensk …
Frá fundi VÍB þar sem Lars Christiansen fjallaði um íslensk efnahagsmál. mynd/Björg Vigfúsdóttir

Fram­ganga Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seti Íslands, í er­lend­um fjöl­miðlum er á tíðum óþarf­lega harka­leg, að mati Lars Christian­sen, for­stöðumanns grein­ing­ar­deild­ar Danske Bank.

Þetta sagði hann á morg­un­verðar­fundi VÍB, þar sem ný skýrsla Danske Bank um ástand og horf­ur ís­lenska hag­kerf­is­ins var kynnt.

Vísaði Christian­sen meðal ann­ars til harðar gagn­rýni for­set­ans á mats­fyr­ir­tæk­in. Hvatti hann Íslend­inga til að ræða mál­in við er­lenda aðila með yf­ir­vegaðri hætti. Ekki væri til neins gagns að ráðast að mats­fyr­ir­tækj­un­um.

Sagði Christian­sen að fram­ganga for­set­ans í viðtali við Bloom­berg í gær, þar sem Ólaf­ur Ragn­ar sagði meðal ann­ars að Moo­dy's hefði ekki staðið sig vel við gerð láns­hæf­is­mats fyr­ir ís­lensku bank­ana í aðdrag­anda hruns, hefði ekki verið sér­stak­lega vina­leg.

Ömur­leg frammistaða Moo­dy's

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK