Lars Christiansen, forstöðumaður greiningardeildar Danske Bank, segir að Íslendingar megi búa sig undir að atvinnuleysi á Íslandi verði í kringum 9-10% á næstu árum.
Segir hann að sökum mikils framleiðsluslaka í hagkerfinu, myndi ekki draga mikið úr atvinnuleysi ef hagvöxtur verður aðeins á bilinu 3-4% á næstu árum, eins og greiningardeild bankans gerir ráð fyrir.
Christiansen segir hins vegar að framleiðsluslakinn og atvinnuleysið muni halda verðbólgu niðri á næstu árum. Að sama skapi muni íslenska krónan styrkjast um allt að 25%, og enda á svipuðum stað og áður en útþensla bankakerfisins hófst af fullum krafti.