Olíuverð lækkaði um rúm 3%

Verð á hráolíu lækkaði um rúm 3% á heimsmarkaði í dag eftir að bandaríski bankinn Goldman Sachs sagði að hráolíuverð kynni að lækka umtalsvert á næstunni.

David Greely, sérfræðingur bankans, sagði að olíubirgðir væru nægar þótt útflutningur frá Líbíu hefði stöðvast vegna uppreisnarinnar þar.

Texasolía lækkaði um 3,71 dal tunnan, eða 3,4%, og var 106,22 dalir. Brent Norðursjávarolía um 3,47 dali, eða 2,8% og var verðið 119,95 dalir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK