Verð á gulli setti enn eitt metið í dag þegar verð á únsunni fór í 1483,38 dali á markaði í Lundúnum í dag.
Sérfræðingar segja, að fjárfestar hafi áhyggjur af ástandinu á evrusvæðinu vegna skuldavanda ríkja þar og einnig vaxandi verðbólgu í Indlandi og Kína.