Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's lækkaði í morgun lánshæfiseinkunn írska ríkisins um tvo flokka, úr Baa1 í Baa3 með neikvæðum horfum. Er þetta lægsta einkunn í svokölluðum fjárfestingarflokki og sú sama og íslenska ríkið hefur hjá Moody's.
Fyrrtækið segir, að slæm staða bankakerfisins og væntanlegt álagspróf sem leggja á fyrir írska banka muni væntanlega veikja enn fjárhagslega stöðu írska ríkisins.