Raforkuframleiðsla tvöfölduð

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. RAX / Ragnar Axelsson

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið sjái fyrir sér að raforkuframleiðsla á Íslandi muni hafa tvöfaldast fyrir árið 2025. Arð- og skattgreiðslur Landsvirkjunar munu þá nema um 4-8% af vergri landsframleiðslu.

Segir forstjórinn að verðþróun á raforku á Íslandi muni verða í takt við það sem gengur og gerist í Evrópu á þessum tíma. Hins vegar verði raforkuverð á Íslandi ennþá samkeppnishæft.

Hörður sagði að Landsvirkjun hefði þurft að feta einstigi á síðasta ári vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Hann benti á fyrirtækið hefði greitt niður 170 milljónir dollara af skuldum með fé frá rekstri. Í kjölfar þess hefðu kennitölur félagsins batnað mjög.

Hörður sagði að hann teldi Landsvirkjun þó enn of skuldsett félag, sérstaklega borið saman við önnur fyrirtæki í Evrópu. Hann sagði að skammtímamarkmið Landsvirkjunar væri að lækka skammtímaskuldir sem hlutfall af rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði niður í 7, en í dag er sama hlutfall 9. Meðaltal orkufyrirtækja í Evrópu er 5.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK