Matvælaverð á Íslandi hefur hækkað um tæp fjörutíu prósent á þremur árum, sem er umtalsvert umfram hækkun á vísitölu neysluverðs sem hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent á sama tíma. Hafa ber hins vegar í huga að stór hluti neysluverðsvísitölu er einmitt matvælaverð og því hækkar neysluverðsvísitalan eftir því sem matvælaverð hækkar.
Hagstofan reiknar út neysluverðsvísitölu mánaðarlega og hluti af henni er undirvísitala matar- og drykkjarvara. Þessi undirvísitala hefur hækkað um 38,6 prósent frá því í mars 2008 á meðan neysluverðsvísitalan sjálf hefur hækkað um 27,8 prósent á sama tíma.