Mikil viðbrögð við tilkynningu S&P

Miðlarar í kauphöllinni á Wall Street.
Miðlarar í kauphöllinni á Wall Street. Reuters

Markaðir hafa brugðist hart við tilkynningu alþjóðlega matsfyrirtækisins Standard & Poor's um að horfum fyrir lánshæfiseinkunn bandaríska ríkisins fyrir langtímaskuldbindingar hafi verið breytt úr stöðugum í neikvæðar. 

Hafa bandarísk hlutabréf lækkað í verði og ávöxtunarkrafa hækkað á bandarískum ríkisskuldabréfum. Þá hefur olíuverð lækkað á heimsmarkaði. 

Þetta er í fyrsta skipti, sem S&P breytir horfum um bandaríska lánshæfiseinkunn í neikvæðar en einkunnin er AAA, sú hæsta sem fyrirtækið gefur.

Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,89% eftir að viðskipti hófust í kauphöllinni á Wall Street. Þá lækkaði Nasdaq vísitalan um 2,07%.  

Verð á hráolíu lækkaði um 2,66 dali tunnan á markaði í Bandaríkjunum og var 107 dalir nú síðdegis. Brent Norðursjávarolía lækkaði um 2,09 dali tunnan og var verðið 121,36 dalir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK