Moody's lækkar einkunn írskra banka

Reuters

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag einkunn nokkurra írskra banka en fyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunn írska ríkisins í síðustu viku.

Einkunn Bank of Ireland og  ICS Building Society fyrir langtímaskuldbindingar er nú Ba1 en einkunn Allied Irish Banks, EBS Building Society og Irish Life & Permanent er Ba2.

Einkunn írska ríkisins var á föstudag lækkuðu í Baa3. Er það sama einkunn og sú sem íslenska ríkið hefur hjá Moody's, sú lægsta í svokölluðum fjárfestingarflokki.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka