Neikvæðar horfur fyrir bandaríska lánshæfiseinkunn

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum fyrir lánshæfismat bandaríska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Segir fyrirtækið að ástæðurnar séu miklar opinberar skuldir og fjárlagahalli í Bandaríkjunum.

Bandaríska ríkið er með lánshæfiseinkunnina AAA hjá Standard & Poor's. Fyrirtækið segir, að ekki sé ljóst hvernig bandarísk stjórnvöld ætli að takast á við þau vandamál, sem fylgi gríðarlegum viðvarandi fjárlagahalla og því hafi horfunum fyrir einkunn langtímaskuldbindinga verið breytt. 

Bandaríska fjármálaráðuneytið brást samstundis við þessari tilkynningu og lýsti því yfir að  tandard & Poor's vanmeti getu bandarískra stjórnvalda til að takast á við vandamálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka