Neikvæðar horfur fyrir bandaríska lánshæfiseinkunn

Alþjóðlega mats­fyr­ir­tækið Stand­ard & Poor's hef­ur breytt horf­um fyr­ir láns­hæf­is­mat banda­ríska rík­is­ins úr stöðugum í nei­kvæðar. Seg­ir fyr­ir­tækið að ástæðurn­ar séu mikl­ar op­in­ber­ar skuld­ir og fjár­laga­halli í Banda­ríkj­un­um.

Banda­ríska ríkið er með láns­hæfis­ein­kunn­ina AAA hjá Stand­ard & Poor's. Fyr­ir­tækið seg­ir, að ekki sé ljóst hvernig banda­rísk stjórn­völd ætli að tak­ast á við þau vanda­mál, sem fylgi gríðarleg­um viðvar­andi fjár­laga­halla og því hafi horf­un­um fyr­ir ein­kunn lang­tíma­skuld­bind­inga verið breytt. 

Banda­ríska fjár­málaráðuneytið brást sam­stund­is við þess­ari til­kynn­ingu og lýsti því yfir að  tand­ard & Poor's van­meti getu banda­rískra stjórn­valda til að tak­ast á við vanda­málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK