Hollenski raftækjaframleiðandinn Philips hyggst hætta framleiðslu á sjónvarpstækum. Þar með lýkur 80 ára sögu fyrirtækisins á þessu sviði. Ástæðan er mikið tap á þessum hluta starfseminnar.
Kínverskt fyrirtæki mun taka yfir framleiðslu sjónvarpstækjanna.
Þetta kemur fram á fréttavef Bloomberg.
Nýr forstjóri var ráðinn fyrir nokkrum vikum og verður nú einblínt á framleiðslu heilsuvara, ljósabúnaðar, rakvéla og tannbursta.
Hagnaður fyrirtækisins var 165 milljónir evra á síðasta ári.