Bresk stjórnvöld styðja ekki Brown

Gordon Brown.
Gordon Brown. Reuters

Bresk stjórnvöld virðast ekki styðja Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. David Cameron, núverandi forsætisráðherra, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í morgun að sennilega væri Brown ekki heppilegasti maðurinn til að gegna starfi framkvæmdastjórans þar sem hann myndi ekki viðurkenna að breska ríkið ætti við skuldavanda að etja.

Fregnir herma að Brown hafi mikinn áhuga á að taka við framkvæmdastjórn af Dominique Strauss-Kahn. Til þess að það geti gerst yrðu bresk stjórnvöld hinsvegar að tilefna hann. Miðað við ummæli Cameron verður að teljast ólíklegt að það muni gerast. Cameron sagði meðal annars að erfitt væri fyrir mann sem viðurkenndi ekki skuldavanda breska ríkisins að ákveða hvort að önnur ríki eigi við slíkan vanda að etja.  Ennfremur sagði Cameron æskilegt að einhver frá Kína, Indlandi eða Suðaustur Asíu taki við framkvæmdastjórastarfi AGS af Kahn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK