Magma græðir milljarða

Hópur lífeyrissjóða skoðar nú kaup á hlut í HS Orku.
Hópur lífeyrissjóða skoðar nú kaup á hlut í HS Orku. mbl.is/Ómar

Kanadíska fyrirtækið Magma gæti grætt hátt í 3,5 milljarða króna á sölu á fjórðungshlut í HS Orku til íslenskra lífeyrissjóða, þótt kaupverðið í krónum talið sé það sama og Magma greiddi fyrir hlutinn á sínum tíma.

Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þetta sé vegna þess að Magma greiddi fyrir hlutinn með svokölluðum aflandskrónum, íslenskum krónum sem keyptar höfðu verið á aflandsgengi. Á þeim tíma var aflandsgengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal í kringum 200 krónur, en gengi Seðlabankans er um 114 krónur núna.

Viðræðunefnd, sem hópur lífeyrissjóða skipaði til viðræðna við Magma Energy um möguleg kaup sjóðanna á fjórðungshlut í HS Orku, hefur ákveðið að stíga næsta skref í viðræðuferlinu og hefja áreiðanleikakönnun á orkufyrirtækinu.

Verði af kaupunum er gert ráð fyrir að greiddir verði um 8,06 milljarðar króna fyrir fjórðungs hlut. Þá hefur Magma ennfremur boðið sjóðunum að auka hlut sinn í HS Orku í 33,4 prósent með kaupum á nýjum hlutum í HS Orku fyrir 10. febrúar 2012.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK