Vill umræðu um gjaldeyrishöft innan ESB

Didier Reynders ásamt Michel Barnier sem situr í framkvæmdastjórn ESB.
Didier Reynders ásamt Michel Barnier sem situr í framkvæmdastjórn ESB. Reuters

Fjármálaráðherra Belgíu, Didier Reynders, segir í viðtali við Dow Jones að það sé full ástæða til þess að ræða það hvort gjaldeyrishöft kunni að vera gagnleg innan Evrópusambandsins til þess að tryggja stöðugleika í efnahagskrísum eins og þeirri sem nú sé tekist á við.

Hann segir að slík höft hefðu getað dregið úr gríðarlegu innflæði fjármagns inn í aðildarríki  ESB í Suður- og Austur-Evrópu undanfarinn áratug sem leitt hefði til mikillar verðbólgu í þeim og skert samkeppnishæfni þeirra þegar krísan skall á.

Eins og staðan er í dag er aðildarríkjum ESB samkvæmt reglum sambandsins óheimilt að koma á gjaldeyrishöftum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK