Spáir minni hagvexti

mbl.is/Ernir

Seðlabank­inn seg­ir nú, að út­lit sé fyr­ir að hag­vöxt­ur á þessu ári verði um 2,3%, sem er nokkru minna en spáð var í fe­brú­ar. Þá spáði Seðlabank­inn 2,8% hag­vexti í ár.

Jafn­framt ger­ir bank­inn nú ráð fyr­ir minni hag­vexti á næstu tveim­ur árum eða rétt und­ir 3% á ári í stað rúm­lega
3%.

Þetta kem­ur fram í Pen­inga­mál­um, árs­fjórðungs­riti bank­ans. Þar seg­ir, að jafn­framt sé út­lit fyr­ir að sam­drátt­ur lands­fram­leiðslu á síðasta ári hafi verið meiri en Seðlabank­inn gerði ráð fyr­ir í byrj­un fe­brú­ar eða 3,1% í stað 2,7%. Hann sé þó í áætl­un Seðlabank­ans minni en bráðabirgðatöl­ur Hag­stof­unn­ar gefi til kynna, en sam­kvæmt þeim nam sam­drátt­ur­inn 3,5%.

Seðlabank­inn seg­ist enn telja, að lands­fram­leiðslan hafi byrjað að aukast á ný milli árs­fjórðunga um mitt ár í fyrra. Spá Seðlabank­ans frá því í fe­brú­ar gerði ráð fyr­ir að bat­inn yrði nokkuð brokk­geng­ur og að tíma­bundið bak­slag yrði í árs­fjórðungs­vexti lands­fram­leiðslunn­ar á fyrri hluta þessa árs. Nú virðist hins veg­ar sem bak­slagið hafi verið held­ur fyrr á ferðinni og komið á síðasta fjórðungi síðasta árs. Seg­ir bank­inn, að það skýrist að mestu af kröft­ugri inn­flutn­ingi en áður var spáð. 

End­ur­heimt lands­fram­leiðsla árið 2014

Í Pen­inga­mál­um seg­ir, að þegar lands­fram­leiðslan náði lág­marki um mitt síðasta ár hafði hún dreg­ist sam­an um 11½% frá því að hún náði há­marki í aðdrag­anda
fjár­málakrepp­unn­ar en nú sé hún tal­in tæp­lega 11% lægri. Hafa verði þó í huga að í aðdrag­anda krepp­unn­ar var lands­fram­leiðslan orðin tölu­vert um­fram það sem tal­ist geti sjálf­bært.

Miðað við horf­ur um hag­vöxt næstu tveggja ára sé talið að þessi tapaða fram­leiðsla verði að fullu end­ur­heimt í lok spá­tím­ans, um mitt ár 2014.

Álver í Helgu­vík for­senda

Grunn­spá Seðlabank­ans ger­ir ráð fyr­ir fram­kvæmd­um í tengsl­um við fyrsta áfanga við bygg­ingu ál­vers í Helgu­vík og miðar við, að fram­kvæmd­ir við ál­verið og tengd­ar orku­fram­kvæmd­ir fari á fulla ferð árið 2012 og nái há­marki á ár­inu 2013. 

Bank­inn seg­ir, að þess­um fram­kvæmd­um hafi ít­rekað seinkað vegna vanda­mála við fjár­mögn­un, óvissu um aðgengi að nægi­legri orku og vanda­mála í tengsl­um við skipu­lags- og leyf­is­mál. Sé nú svo komið, að lík­ur á því að þær verði slegn­ar af um óákveðinn tíma hafa auk­ist, sér­stak­lega í kjöl­far niður­stöðu Ices­a­ve-at­kvæðagreiðslunn­ar. 

Það myndi fyrst og fremst hafa áhrif á efna­hagsþró­un­ina á ár­un­um 2012-2013 ef ekki yrði af þess­um fram­kvæmd­um. Vöxt­ur heild­ar­fjármuna­mynd­un­ar yrði lík­lega um 10 pró­sent­um minni á næsta ári og um 5 pró­sent­um minni árið 2013, að mati Seðlabank­ans.

Pen­inga­mál

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK