Stýrivextir óbreyttir

mbl.is/Ernir

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um og verða veðlána­vext­ir áfram 4,25%. Er þetta í sam­ræmi við vænt­ing­ar grein­ing­ar­deilda flestra fjár­mála­stofn­ana.

Pen­inga­stefnu­nefnd­in seg­ir í yf­ir­lýs­ingu, að nokkr­ir mis­vís­andi þætt­ir höfðu áhrif á ákvörðun nefnd­ar­inn­ar. Ann­ars veg­ar hafi verðbólgu­horf­ur versnað, a.m.k. til skamms tíma, verðbólgu­vænt­ing­ar auk­ist og raun­vext­ir Seðlabank­ans lækkað um­tals­vert. Þá hafi niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar um Ices­a­ve-samn­ing­inn  einnig aukið hættu á veik­ari geng­isþróun krón­unn­ar.

Hætta á minni hag­vexti

Hins veg­ar hafi hag­vaxt­ar- og at­vinnu­horf­ur versnað sam­kvæmt grunn­spá Seðlabank­ans sem birt­ist í Pen­inga­mál­um í dag og hætta sé á að hag­vöxt­ur verði enn minni vegna niður­stöðu Ices­a­ve-at­kvæðagreiðslunn­ar.

Þá seg­ir bank­inn, að þrátt fyr­ir veik­ari efna­hags­um­svif hafi verðbólgu­vænt­ing­ar auk­ist að und­an­förnu og verðbólgu­horf­ur til næstu ára versnað. Verðbólga hafi auk­ist und­an­farna tvo mánuði og mæld­ist tólf mánaða verðbólga 2,3% í mars. Spáð sé að verðbólga nái há­marki í rúm­lega 3% síðar á þessu ári og hald­ist svipuð þar til í byrj­un næsta árs.

Bank­inn seg­ir að meiri verðbólga en áður var spáð skýrist einkum af lægra gengi krón­unn­ar og ný­leg­um verðhækk­un­um hrá- og olíu­vöru. Að því marki sem verðhækk­an­irn­ar verða tíma­bundn­ar sé ólík­legt að þær hafi viðvar­andi áhrif á lang­tíma­verðbólgu­vænt­ing­ar og launa- og verðmynd­un. Hald­ist gengi krón­unn­ar stöðugt og að gefn­um þeim slaka sem er til staðar í þjóðarbú­skapn­um er því spáð að verðbólga lækki á ný í mark­mið á seinni hluta næsta árs. Hins veg­ar virðist launa­hækk­an­ir, sem fel­ist í fyr­ir­liggj­andi drög­um að kjara­samn­ing­um, held­ur meiri en sam­ræm­ist verðbólgu­mark­miðinu til lengri tíma litið.

Gæti hægt á los­un gjald­eyr­is­hafta

Áætl­un um los­un gjald­eyr­is­hafta hef­ur lít­il áhrif á pen­inga­stefn­una til skamms tíma, vegna þess að fyrstu skref­in í tveggja áfanga áætl­un­inni ættu að vera nokk­urn veg­inn hlut­laus hvað varðar áhrif á gjald­eyr­is­forðann.

Þá seg­ir pen­inga­stefnu­nefnd­in, að niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar um Ices­a­ve-samn­ing­inn hinn 9. apríl sl. hafi held­ur aukið hættu á að krón­an veikist, þar sem hún gæti haft áhrif á láns­hæf­is­mat rík­is­sjóðs og þar með láns­kjör Íslands á er­lend­um fjár­mála­mörkuðum. Það kunni að tak­marka svig­rúm pen­inga­stefnu­nefnd­ar­inn­ar á næstu miss­er­um.

Niðurstaðan gæti einnig hægt á los­un gjald­eyr­is­haft­anna. Hins veg­ar dragi það úr nei­kvæðum áhrif­um að ekki sé lík­legt að efna­hags­áætl­un­in með Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum rask­ist.

Loks seg­ir nefnd­in, að óvissa sé um í hvaða átt næstu vaxta­breyt­ing­ar verði. Pen­inga­stefnu­nefnd­in sé reiðubú­in til þess að breyta aðhaldi pen­inga­stefn­unn­ar eins og nauðsyn­legt sé með hliðsjón af því tíma­bundna mark­miði henn­ar að stuðla að geng­is­stöðug­leika og í því skyni að tryggja að verðbólga verði ná­lægt mark­miði til lengri tíma litið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK