Fréttaskýring: Hagvaxtarhorfur versnuðu til muna á örfáum mánuðum

Efnahagslægð og ágjöf er enn í spákortum Seðlabankans en samt …
Efnahagslægð og ágjöf er enn í spákortum Seðlabankans en samt sem áður sér peningastefnunefnd ekki ástæðu til þess að lækka vexti. mbl.is/Golli

Helstu tíðindin í nýjustu þjóðhagsspá Seðlabankans, sem birtist í Peningamálum, eru versnandi hagvaxtarhorfur að mati sérfræðinga bankans.

Í febrúar spáði Seðlabankinn að hagvöxtur á þessu ári myndi verða 2,8% en nú, tveim mánuðum síðar, hefur bankinn lækkað spána niður í 2,3%. Ennfremur er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði minni en spáð var í febrúar á næstu tveim árum: Í stað 3,2% hagvaxtar á næsta ári spáir bankinn nú 2,9% en niðurfærslan fyrir árið 2013 er enn meiri, en nú er spáð 2,7% vexti í stað 3,4%.

Hér er því um verulega breytingu að ræða frá síðustu þjóðhagsspá og það sem undirstrikar hana er ekki síst sú staðreynd að nú er gert ráð fyrir að framleiðslugeta þjóðarbúsins verði ekki fullnýtt fyrr en í fyrsta lagi um mitt ár 2014 eða einu ári síðar en gert var ráð fyrir í febrúarspánni.

Einkaneyslan dregur vagninn í átt að innflutningi

Í öðru lagi rekur Seðlabankinn versnandi hagvaxtarhorfur til þess að bakslagið eftir viðsnúninginn kom fyrr en sérfræðingar bankans höfðu búist við. Fram kemur í Peningamálum að sérfræðingar bankans standa við það mat að landsframleiðslan hafi byrjað að aukast um mitt ár í fyrra. Hinsvegar segir í skýrslunni að bakslagið sem búist hafði verið við á fyrri hluta þessa árs hafi komið fyrr – eða strax á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Fyrri spá hafði gert ráð fyrir að ofangreint bakslag myndi koma á fyrri helmingi þessa árs.

Þrátt fyrir versnandi hagvaxtarhorfur sá peningastefnunefnd bankans ekki ástæðu til þess að lækka stýrivexti á síðasta fundi sínum. Vextir á viðskiptareikningum innlánastofnana verða áfram 3,25% og veðlánavextir bankans 4,25%.

Meiri áhyggjur af verðbólgu en skorti á hagvexti

Vaxtahækkun ekki útilokuð

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK