Fréttaskýring: Hagvaxtarhorfur versnuðu til muna á örfáum mánuðum

Efnahagslægð og ágjöf er enn í spákortum Seðlabankans en samt …
Efnahagslægð og ágjöf er enn í spákortum Seðlabankans en samt sem áður sér peningastefnunefnd ekki ástæðu til þess að lækka vexti. mbl.is/Golli

Helstu tíðind­in í nýj­ustu þjóðhags­spá Seðlabank­ans, sem birt­ist í Pen­inga­mál­um, eru versn­andi hag­vaxt­ar­horf­ur að mati sér­fræðinga bank­ans.

Í fe­brú­ar spáði Seðlabank­inn að hag­vöxt­ur á þessu ári myndi verða 2,8% en nú, tveim mánuðum síðar, hef­ur bank­inn lækkað spána niður í 2,3%. Enn­frem­ur er gert ráð fyr­ir að hag­vöxt­ur verði minni en spáð var í fe­brú­ar á næstu tveim árum: Í stað 3,2% hag­vaxt­ar á næsta ári spá­ir bank­inn nú 2,9% en niður­færsl­an fyr­ir árið 2013 er enn meiri, en nú er spáð 2,7% vexti í stað 3,4%.

Hér er því um veru­lega breyt­ingu að ræða frá síðustu þjóðhags­spá og það sem und­ir­strik­ar hana er ekki síst sú staðreynd að nú er gert ráð fyr­ir að fram­leiðslu­geta þjóðarbús­ins verði ekki full­nýtt fyrr en í fyrsta lagi um mitt ár 2014 eða einu ári síðar en gert var ráð fyr­ir í fe­brú­ar­spánni.

Einka­neysl­an dreg­ur vagn­inn í átt að inn­flutn­ingi

Í öðru lagi rek­ur Seðlabank­inn versn­andi hag­vaxt­ar­horf­ur til þess að bak­slagið eft­ir viðsnún­ing­inn kom fyrr en sér­fræðing­ar bank­ans höfðu bú­ist við. Fram kem­ur í Pen­inga­mál­um að sér­fræðing­ar bank­ans standa við það mat að lands­fram­leiðslan hafi byrjað að aukast um mitt ár í fyrra. Hins­veg­ar seg­ir í skýrsl­unni að bak­slagið sem bú­ist hafði verið við á fyrri hluta þessa árs hafi komið fyrr – eða strax á fjórða árs­fjórðungi í fyrra. Fyrri spá hafði gert ráð fyr­ir að of­an­greint bak­slag myndi koma á fyrri helm­ingi þessa árs.

Þrátt fyr­ir versn­andi hag­vaxt­ar­horf­ur sá pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans ekki ástæðu til þess að lækka stýri­vexti á síðasta fundi sín­um. Vext­ir á viðskipta­reikn­ing­um inn­lána­stofn­ana verða áfram 3,25% og veðlána­vext­ir bank­ans 4,25%.

Meiri áhyggj­ur af verðbólgu en skorti á hag­vexti

Vaxta­hækk­un ekki úti­lokuð

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK