Selja All Saints á næstu dögum

Tískuvörukeðjan All Saints er nú til sölu.
Tískuvörukeðjan All Saints er nú til sölu.

Bandarískir kaupsýslumenn eiga nú í viðræðum um kaup á meirihluta í tískufatakeðjunni All Saints. Keðjan, sem er skuldum vafin, er nú í meirihlutaeigu skilanefnda Landsbankans og Glitnis.

Ef af kaupunum verður er búist við því að fjárfestarnir greiði hluta skulda fyrirtækisins, sem eru í dag metnar á 53 milljónir punda, tæplega 10 milljarðar króna.

Verði á hinn bóginn ekkert af viðskiptunum er búist við því að stærsti lánveitandi All Saints, breski bankinn Lloyds, knýi fyrirtækið í gjaldþrot. Lloyds er í meirihlutaeigu breska ríkisins.

Alls starfa um 2000 manns hjá All Saints sem rekur 63 verslanir víða um heim og 47 deildir innan stærri verslana.

Forstjóri All Saints, Stephen Craig, segist bjartsýnn á að gengið verði frá kaupunum á næstu dögum. „Lloyds hafa sýnt okkur stuðning og ég hef trú á því að frá kaupunum verði gengið á næstu sjö dögum. Það færði okkur aukið rekstrarfé og kost á því að vaxa.“

Landsbankinn og Glitnir eignuðust hlut sinn í tískufatakeðjunni þegar fyrri eigandi hennar, Baugur Group, varð gjaldþrota. Talið er að Kevin Stanford, sem var oft samverkamaður Baugs, eigi umtalsverðan hlut í keðjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK