Stjórnvöld í Portúgal hafa í annað sinn sent Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, endurskoðaðar upplýsingar um fjárlagahallann á síðasta ári. Samkvæmt nýju tölunum nam hann 9,1% af vergri landsframleiðslu en áður hafði Portúgal tilkynnt að hallinn hefði verið 8,6% af landsframleiðslu.
Samkvæmt reglum Efnahags- og myntbandalags Evrópu má fjárlagahalli evruríkja ekki fara yfir 3% af vergri landsframleiðslu
Hagstofa Portúgals segist hafa endurskoðað tölurnar eftir að í ljós kom að opinberar lántökur voru hærri en áður var talið.
Portúgal er nú að semja við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu til að bjarga efnahag landsins. .